Rss

  • linkedin

Um útgáfuna

©Eva Björk/KSÍ

 

Í þessu riti, Holl næring knattspyrnumanna, má finna upplýsingar sem knattspyrnumenn þurfa að kunna skil á þegar kemur að næringu og mataræði. Ritið getur nýst knattspyrnumönnum á öllum aldri og á öllum getustigum enda gilda sömu grunnlögmálin ef nýta á góða þekkingu á næringu og mataræði til þess að auka getu og árangur í knattspyrnu. Ritið nýtist einnig þeim sem stunda handknattleik, körfuknattleik eða aðrar úthaldsíþróttagreinar og vilja taka næringu og mataræði fastari tökum.

Næring knattspyrnumanna er stutt rit með handhægum upplýsingum sem nýta má við æfingar og keppni, fyrir átök, á meðan þeim stendur eða eftir þau.