Rss

  • linkedin

Af hverju holl næring?

©Eva Björk/KSÍ

 

Nokkuð erfitt getur verið fyrir íþróttamenn að tryggja að nægilega mikið af kolvetnum sé til staðar til þess að þola líkamlegt álag, til styttri eða lengri tíma. Líkaminn getur einungis geymt ákveðið mikið magn á hverjum tíma og er það magn mismunandi eftir t.d. líkamsstærð. Þörfin fyrir kolvetni er auk þess mismikil á milli knattspyrnumenníþróttagreina en knattspyrnumenn þurfa að mestu leyti að reiða sig á kolvetni sem orkugjafa á æfingum og í leikjum.

Þörfin fyrir kolvetni eykst í réttu hlutfalli við álag og því má ljóst vera að þegar knattspyrnumenn eru undir miklu líkamlegu álagi og æfa oft í viku auk leikja hafa þeir mikla þörf fyrir neyslu á kolvetnaríkum matvælum. Því þurfa þeir að neyta kolvetna jafnt og þétt á meðan vakað er svo ávallt sé tryggt að hæfilegt og nauðsynlegt magn kolvetna sé til staðar á hverjum tíma.